Um Nordata

Nordata var stofnað árið 2009 og stóð undirbúningur þess yfir í hart nær eitt ár. Sá tími fór að stærstu leiti í öflun tryggra viðskiptasambanda við stærstu og öflugustu framleiðendur heims á þessu sviði.

Nordata - Fyrirtækið

Sú mikla vinna hefur skilað fyrirtækinu fjölbreyttu vöruframboði sem spannar vítt svið gæða og öryggis. Þjónusta fyrirtækisins ætti því að henta viðskiptavinum af öllum stærðum og gerðum.

Styrkur og fjöldi samstarfsaðila Nordata hámarkar eiginleika þess til að hlusta á þarfir viðskiptavinarins og bjóða sérhannaðar lausnir sem henta hverju sinni.

Megin forsenda stofnunar fyrirtækisins var aukin þörf á markaði fyrir sérhæfða aðila til uppbyggingar og markvissra endurbóta á núverandi tölvusölum.

Í kjölfar aukinnar samkeppni ásamt miklum hraða í þróun upplýsingatækni hefur fyrirtækjum orðið það ljóst hve mikilvægt það er að vel sé búið um þann auð sem það hefur yfir að ráða í formi rafrænna gagna. Ennfremur hefur orðið sýnilegur sá ávinningur sem hlýst af auknu rekstraröryggi.

Markmið

Markmið Nordata er að skapa sér traustan orðstír á upplýsingatæknimarkaði og stofna þannig til langvarandi viðskiptasambanda. Samhliða því mun fyrirtækið starfa ötullega að faglegri uppbyggingu markaðarins og mun gera það með reglulegum ráðstefnum með færustu sérfræðingum á sviði upplýsingatækni í heiminum í dag.

Nordata mun einnig leggja sitt af mörkum til að tryggja íslenskum gagnaversfyrirtækjum rekstrarumhverfi sem er samkeppnishæft samskonar rekstrareiningum í Evrópu.

Fyrirtækið hefur nú þegar stigið stórt skref í þessum efnum þar sem það kom að stofnun hagsmunasamtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja og mun starfa þar sem virkur félagi.

Nordata Markmið

© 2024 Nordata – Eirhöfða 18 – 110 Reykjavík. Sími 455 9000 – nordata@nordata.is