Ráðgjöf, hönnun og efnisútvegun
Nordata sérhæfir sig í lausnum og ráðgjöf fyrir gagnaver hvort heldur sem um er að ræða uppbyggingu gagnavera eða endurbætur eldri tölvusala. Rík áhersla er lögð á nýtingu auðlinda á sem umhverfisvænstan máta. Áhersla er á lausnir sem búa yfir miklum sveigjanleika fyrir breytingum í framtíðinni.
Megnið af smíði, uppsetningu og prófunum fer fram á verkstæði fyrirtækisins til að lágmarka truflun á starfsumhverfi viðskiptavina auk þess að tryggja að gæðaferlum sé fylgt í okkar eigin umhverfi. Lausnin er flutt á endanlegan stað fullbúin og klár til tengingar.
Þjónusta
Verkefni fyrirtækisins spanna allt frá litlum tölvuskápum og tölvusölum upp í miðlæg gagnaver.
Helstu dæmi um þjónustu Nordata er eftirfarandi:
- Hönnun, efnisútvegun og verkleg framkvæmd.
- Loftslagsstjórnun bæði hvað varðar hita- og rakastýringu.
- Rafkerfi meðal annars varaaflgjafar (UPS), dreifieiningar (PDU) og rafmagnsfjöltengi.
- Tölvuskápar þar sem í boði eru heilstæðar lausnir jafnt fyrir rekkakerfi og kapalskipulag.
- Netkerfi hvort heldur sem er kopar- eða ljósleiðaralausnir.
- Vöktun sem byggir á hugbúnaðarlausnum til eftirlits með mikilvægum búnaði.
- Þjónustusamningar byggðir upp eftir þörfum hvers og eins.
- Stöðuúttektir á tölvusölum.
Hér að neðan má sjá hluta þess vöruframboðs sem fyrirtækið hefur yfir að ráða en til frekari upplýsinga smellið á viðkomandi streng.
Vakni frekari spurningar vinsamlegast hafið samband.
Rafkerfi
Varaaflgjafar og rafmagnsfjöltengi
Loftlagsstjórnun
Hita- og rakastjórnun
Tölvuskápar
Heildalausnir og öflugt kapalskipulag
Slökkvikerfi
Vöktun og atlaga
Netkerfi
Kopar- og ljósleiðaralausnir
Vöktunarkerfi
Eftirlit og stjórnun