Samstarfsaðilar

Nordata hefur varið miklum tíma í uppbyggingu öflugra samstarfsaðila með það að leiðarljósi að skapa sem mesta breidd í vöruframboði fyrirtækisins. Þessi vinna hefur verið ákaflega árangursrík og mun þessi uppbygging halda áfram um ókomna tíð.

Helstu samstarfsaðilar fyrirtækisins eru:

Chatsworth Products, INC
CPI eða Chatsworth Products, INC. er bandarískt fyrirtæki með alþjóðlegar útstöðvar og var stofnað árið 1991. Helstu tengiliðir við Ísland eru staðsettir í Svíþjóð. Fyrirtækið býður hágæðalausnir til uppsetningar, skipulags og öryggis á tölvu- gagna- og fjarskiptabúnaði. CPI er með breiða línu af rekkakerfum, skápakerfum, kapalskipulagi og ýmsum aukabúnaði fyrir tölvukerfi, tölvusali, fjarskiptakerfi og gagnaver.
Anixter

Anixter er bandarískt fyrirtæki sem er stærsti alþjóðlegi dreifingaraðili á þessu sviði í heiminum í dag. Fyrirtækið var stofnað árið 1957 og er með starfsemi í 52 löndum. Anixter þjónar ýmsum mörkuðum en sérhæfir sig í því að veita sérsniðnar lausnir sem mæta ólíkum þörfum viðskiptavina sinna. Með Anixter hefur Nordata aðgang að gríðarlegri reynslu, þekkingu og vöruúrvali hvað varðar uppbyggingu á tölvusölum, gagnaverum og netlögnum.

Emerson

Emerson er rótgróið fyrirtæki sem upphaflega var stofnað árið 1890 og í dag eru höfuðstöðvar þess í Bandaríkjunum. Emerson er alþjóðlegt fyrirtæki í framleiðslu- og tækniheiminum með um 129.000 starfsmenn og 250 framleiðslulínur. Helsta styrkleika Emerson má finna í lausnum þess hvað varðar rafkerfi og kælingu en auk þess hafa þeir upp á að bjóða mikið vöruúrval skápakerfa, kapalskipulagskerfa og vöktunarkerfa. Allt sérsniðnar lausnir fyrir tölvukerfi, tölvusali, fjarskiptakerfi og gagnaver.

Panduit

Panduit er bandarískt fyrirtæki stofnað árið 1955 með höfuðstöðvar í Chicago. Fyrirtækið er alþjóðlegt en hjá þeim starfa um 3.500 starfsmenn og er aðstaða þeirra í meira en 2.000.000 fermetrum. Panduit býður hágæða lausnir fyrir netkerfi bæði hvað varðar koparstrengi og ljósleiðarastrengi. Einnig bjóða þeir breiðar vörulínur af tölvuskápum, rekkum, koparlögnum, ljósleiðaralögnum, tengjum, merkingum og fleira. Panduit þykir bjóða mjög vandaðar lausnir sem henta öllum tölvu- og netaðstæðum.

Nortek öryggislausnir

Nortek er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað á Akureyri árið 1996 en fyrirtækið flutti til Reykjavíkur árið 1998. Í dag er Nortek með þrjár starfsstöðvar, tvær í Reykjavík og eina á Akureyri. Nortek hefur sérhæft sig í alhliða lausnum á öryggiskerfum en þar má nefna aðgangs-, myndavéla-, bruna-, innbrota- og slökkvikerfi. Nortek er í dag eitt af leiðandi fyrirtækjum á Íslandi á sviði öryggismála.

© 2025 Nordata – Eirhöfða 18 – 110 Reykjavík. Sími 455 9000 – nordata@nordata.is